top of page

Spurningar og svör

Hér geturðu fengið svör við ýmsum spurningum sem við höfum fengið frá foreldrum og nemendum. Þær eru vafalaust ekki tæmandi og því hvetjum við þig til að bera fram spurningar sem gætu átt erindi á þessa síðu.

 1

Eru kennararnir nógu góðir til að kenna mér?

Kennararnir eru með mikla kennslureynslu og þekkja námsefnið mjög vel.

 2

Hvernig get ég skráð mig á nemendalistann?

Farðu á síðu sem heitir ,,nemendalisti'' og skráðu þig þar. Við munum svo útvega þér kennara eins fljótt og mögulegt er.

 3

Hvernig leita ég að kennara?

 

Farðu á síðu sem heitir ,,finna kennara'' og leitaðu að kennara í þinni námsgrein.

 4

Hvað geri ég ef ég finn ekki kennara?

Við leitum að kennara fyrir þig þegar þú hefur skráð þig á nemendalistann og gefið okkur upplýsingar um námsgrein sem þú leitar aðstoðar í, skólastig o.fl.

 5

Get ég örugglega fengið kennara?

Þegar þú hefur skráð þig á nemendalistann og gefið okkur upplýsingar um nám þitt við munum leita að kennara fyrir þig. 

05

 6

Hvernig get ég fengið sem mest út úr tímunum?

Farðu á síðuna ,,hvernig get ég fengið sem mest út úr tímunum'' á síðunni ,,ýmislegt um námsaðstoð''.

 7

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan fer fram á heimili nemanda, heimili kennara eða á stað sem þeir ákveða sameiginlega.

bottom of page