Nemendaþjónustan sf
Spurningar um kennsluna
1. Hver kennir?
2. Hvaða menntun og reynslu hefur kennarinn?
3. Hver er árangur kennarans við kennslu?
4. Hvar er kennt?
5. Hve margir nemendur eru í tímanum?
6. Hvernig metur kennarinn framfarir hjá
nemandanum?
7. Mun kennarinn hafa samband við kennarann í
skólanum?
8. Hvað gerist ef nemandi mætir ekki?
9. Hvað gerist ef engar framfarir verða hjá
nemandanum?
10. Hvaða aðferðum beitir kennarinn til að auka
áhuga nemandans?
Hvað bjóðum við?
Við bjóðum námsaðstoð í flestum námsgreinum á öllum skólastigum. Til að fá kennara skráirðu þig á nemendalistann og við leitum að kennara fyrir þig. Ef við getum ekki útvegað kennara strax geturðu valið um að vera áfram á listanum þar til kennari í þinni námsgrein losnar.eða biðja okkur um að taka þig af honum. Hvað sem þú velur óskum við þér velgengni í náminu.
Hvernig skrái ég mig á nemendalistann?
Til að skrá sig á nemendalistann þarf að fylla út listann hér til hliðar. Mikilvægt er að fylla alla reiti út. Þetta gerir okkur fært að finna rétta kennarann fyrir þig. Ef þú ert yngri en 18 ára hafðu þá vinsamlegast forráðamann þinn með þér við útfyllingu listans. Ef um er að ræða fleiri en einn nemanda þarf einnig að fylla út lista fyrir hann (þá).