Nemendaþjónustan sf
Ýmislegt um námsaðstoð
Hvenær þarf ég námsaðstoð?
Hlutverk kennarans er að hjálpa þér þegar námsstaða þín er ekki sú sem þú telur að hún þurfi/eigi að vera. Ef einhver neðantalinna atriða eiga við þig eru miklar líkur á að þú hafir þörf fyrir námsaðstoð:
- Þú átt í erfiðleikum með að fylgja bekknum í námsyfirferðinni
- Þú átt í erfiðleikum með að ljúka við heimaverkefni fyrir síðasta skiladag
- Þú átt í erfiðleikum með að ljúka við heimaverkefni. Það er alveg sama hvað þú
eyðir miklum tíma í þau, þér tekst ekki að ljúka við þau eða gera þau rétt. Þetta
bendir til að þig vanti undirstöðufærni í því námsefni sem þú ert að vinna með
hverju sinni.
- Þér finnst hinir krakkarnir í bekknum vera klárari en þú
- Þegar bekknum er skipt í getuhópa lendirðu oftast í lélegasta hópnum
- Þú færð alltaf lága einkunn eða falleinkunn án tillits til hversu vel þú hefur
undirbúið þig fyrir prófið, meðan einkunnir höfðu verið stöðugar og jafnvel farið
hækkandi. Kennarinn og námsráðgjafinn hafa mælt með námsaðstoð.
- Ef þú lendir í vítahring vonbrigða og mistaka fer vanmáttarkennd smátt og smátt
að gera vart við sig
- Þú hefir misst áhugann á námi
- Þú ferð að fá kvíðaköst fyrir próf
- Þú ferð að hætta að vilja fara í skólann vegna þess að þú ert farin(n) að óttast
mistök þar og stríðni frá skólafélögum
- Athugasemdir um slæma hegðun í skólanum fara að berast heim til þín
- Þú ferð að efast um hæfni þína til að stunda nám og ert við það að gefast upp
Það geta auðvitað verið aðrar ástæður fyrir því að þér gengur illa í skólanum en að þig vanti námsaðstoð. E.t.v ertu streittur vegna erfiðleika eða veikinda í fjölskyldu þinni. Þú gætir líka átt við tæknilega námsörðugleika að stríða. Hverjar sem ástæðurnar kunna að vera er rétt hjá þér að leita þér aðstoðar fagmanna hafirðu ekki sjálf(ur) neina hugmynd um af hverju erfiðleikarnir stafa.
Hvernig get ég fengið sem mest út úr tímunum?
Kennarinn á ekki að vinna verkefnin fyrir þig, aðeins aðstoða þig við að ljúka við þau. Vertu heiðarleg(ur) við kennarann; leitaðu eftir hjálp hans vegna þess að þú skilur ekki námsefnið, ekki vegna þess að þú hafir ekki áhuga á að ljúka við það. Það er mikilvægt að þú undirbúir þig vel fyrir hvern tíma með því að læra heima allt það sem kennarinn hefur sett þér fyrir. Búðu til lista yfir allt það námsefni sem þú hefur átt í vandræðum með í skólanum á milli tímanna hjá kennaranum. Skrifaðu einnig hjá þér spurningar sem kunna að hafa vaknað hjá þér um það sem þú ert að fást við í skólanum eða þegar þú ert að sinna heimanáminu. Með því að gera þetta veistu nákvæmlega hvað þú vilt spyrja kennarann um þegar þú kemur í tíma hjá honum. Námsaðstoð kemur þér einungis að gagni ef þú vinnur vel í tímunum og heima á milli þeirra. Gættu þess að koma með allt það námsefni sem unnið verður með í tímunum s.s. námsbækur, glósubækur, vinnubækur, efni sem þú varst að vinna með í síðustu tímum, heimavinnu sem þér var sett fyrir í síðasta tíma, penna, blýant, reiknivél, reglustiku (ef þú ert í stærðfræði) og annað sem þú þarft að nota.
Hvað er kennt?
Við kennum stærðfræði, íslensku, efnafræði, eðlisfræði, ensku, dönsku, spænsku, frönsku, þýsku, tölfræði, stafsetningu, lestur o.fl.
Hvar er kennt?
Kennt er á heimili nemanda, heimili kennara eða á stað sem nemandi og kennari ákveða í sameiningu.
Hvenær er kennt?
Nemandinn og kennarinn ákveða í sameiningu hvenær kennt er.