top of page

Hvað einkennir nemendur sem ná góðum árangri í skóla?

Allir hafa ákveðna mynd af þeim nemendum sem ná góðum árangri í skóla en þeir sem hafa mikla reynslu af kennslu og rannsóknum á námi og kennslu nefna oftast eftirfarandi einkenni. Um leið eru þetta vísbendingar um að hverju nemendur sem eiga í erfiðleikum þurfa að huga til að bæta stöðu sína. Eftirfarandi einkennir nemendur sem ná árangri í námi:

1. Þeir koma vel undirbúnir í tímana í skólanum, eru búnir að lesa námsefnið sem á að       fara yfir og nota því tímana til að festa efnið BETUR í minni sér.
2. Þeir lesa aukaefni um námsefnið
3. Þeir reyna strax að vinna við verkefni en leita ekki hjálpar strax áður en             þeir hafa reynt.
4. Þeir eru einbeittir í tímum og hafa góðan sjálfsaga og þolgæði.           Reyna að ná námsmarkmiðum hvers kennsludags.
5. Spyrja kennarann skilji þeir ekki námsefnið. Til þess þurfa þeir að hafa lesið                   heima og reynt að skilja námsefnið sjálfir.
6. Líta á námsefnið frá fleiri en einni hlið. Taka ekki aðeins það sem             
    kennarinn réttir þeim í tímum og leita svara sjálfir án þess að láta           
    kennarann halda í hendina á sér.
7. Þeir skipuleggja nám sitt vel.

8. Þeir telja sig bera ábyrgð á námi sínu sjálfir en skella ekki                 skuldinni á kennarann mistakist þeim.

9. Líta á próf sem kærkomið tækifæri til að komast að því hvað þeir kunna.

 7

 8

 

10. Þeir bera virðingu fyrir kennaranum og samnemendum sínum.

 

11. Eiga foreldra sem sýna áhuga á og fylgjast vel með námi þeirra.

bottom of page