top of page

                                           Um okkur

            SkólinnNokkrar ástæður fyrir því að þú getur treyst þjónustu okkar:


- Starfsemin byggir  á 30 ára grunni er því elsti aðilinn á landinu sem hefur sérhæft sig í að veita skólanemendum aðstoð við nám. Á þeim tíma höfum við kennt 23 þúsund nemendum og því er reynsla okkar mikil. 

- Við veitum nemendum okkar aðstoð við nám en lærum ekki fyrir þá og þá hreinskilni kunna þeir að meta. Það staðfesta umsagnir þeirra um þjónustu okkar. Okkar hlutverk er að aðstoða nemendur við það sem þeir eru að læra í skólanum. Ef þarf að leggja inn grunn í námsgreininni gerum við það en við aðstoðum einnig með það sem verið er að gera í skólanum á hverjum tíma.

​         Kennararnir​

Kennararnir eru mjög vel menntaðir réttindakennarar í kennslugrein sinni og hafa mikla kennslureynslu. Þeir kenna eða hafa kennt í almenna skólakerfinu og þekkja því mjög vel námskröfur sem þar eru gerðar svo og námsefnið sem kennt er þar. Meðal þeirra eru  kennarar sem náð hafa mjög góðum árangri með bekki á samræmdum prófum. 

Veffang: www.namsadstod.is
 

bottom of page