top of page
Skráning kennara



Hvers vegna að auglýsa á vefnum?
 

Kennaralisti er rétti staðurinn til að auglýsa þjónustu sína við nemendur. Hér geturðu sjáf(ur) sett upplýsingar um þig á þína eigin kennarasíðu og auglýst þjónustu þína ókeypis. Þú  getur treyst því að upplýsingarnar um kennsluna verði aðgengilegar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra hvar sem er á landinu allan sólarhringinn allt árið.




Fyrir hverja er vefurinn?
 

Vefurinn er ætlaður fagfólki í kennslu og því þarftu að hafa kennsluréttindi til að geta skráð þig á hann hvort sem þú ert ennþá starfandi við kennslu eða kominn á eftirlaun. Við hvetjum sérkennara til að skrá sig á vefinn því að okkar markmið er að bjóða þjónustu fagfólks í kennslu á einum stað. Kennari getur visað nemendum til sérkennara sem skráður er á vefinn telji hann að nemandinn þurfi prófanir vegna sértæks námsvanda.

Við bjóðum kennara í öllum námsgreinum á öllum skólastigum velkomna á vefinn. Þeir ákveða sjálfir gjaldið sem þeir taka fyrir kennsluna. Eftir að nemandi hefur haft samband við kennara eru samskipti bein milli þeirra og kennslan á ábyrgð kennarans. Nemandinn greiðir kennaranum fyrir kennsluna annaðhvort fyrir einstaka tíma eða tiltekinn fjölda tíma sem þeir ákveða að taka. Kennari þarf að geta sýnt nemanda sönnun fyrir kennsluréttindum óski hann þess.

 

 

Hvers vegna ætti ég að skrá mig á vefinn?

 

- Þú verður í góðum hópi kennara sem allir vinna að því að aðstoða nemendur sem hafa lent í tímabundnum erfiðleikum með nám.

- Vefurinn er með góð lén sem stuðla að því að hann sé framarlega í leitarvélum en það hefur mikið auglýsingagildi.

- Þú greiðir ekkert fyrir að vera á vef sem er sérhæfður fyrir námsaðstoð og sérkennslu.

- Þú ræður sjálf(ur) hvað þú færð í laun því þú ákveður námsgjöldin sjálf(ur).

 

 

Hvar er kennt?
 

Kennslan getur farið fram á heimili nemanda, heimili kennara eða öðrum stað sem aðilar koma sér saman um.

 
 
Svona skráirðu þig:
 

1. Gefur persónulegar upplýsingar (upplýsingar um þig)

2. Ýtir á SENDA.

 

Þegar þú hefur lokið við skráninguna birtist nafn þitt á vefnum fljótlega.

 

 

  • w-facebook
  • w-tbird
  • w-googleplus
  • w-rss
bottom of page