Nemendaþjónustan sf
Gott að vita fyrir fyrsta tímann
Vertu óhrædd(ur) við að láta óskir þínar í ljós við kennarann. Hann væntir þess að þú upplýsir hann um hvaða námsefni það er sem þú átt í erfiðleikum með. Skrifaðu niður þau atriði sem þú vilt að kennarinn fari í með þér og komdu með þau í fyrsta tímann. Þannig getur kennarinn áttað sig betur á námsvanda þínum. Til að sem bestur árangur náist þarftu að leggja þig fram í náminu. Notaðu kennslustundirnar vel því þú hefur greitt fyrir þær.
Á milli kennslustundanna
Þú þarft hugsanlega að vinna heimavinnuna á milli tímanna og til þess að þú náir árangri í náminu verður heimavinnan að vera unnin fyrir hverja kennslustund. Þú getur þurft að læra ýmislegt utanað fyrir tímana og slíkt er best að gera heima.
Kennslan
Hver kennari skipuleggur kennsluna á sinn hátt. Fáðu uppgefið hjá honum áður en kennslan hefst hvernig hann skipuleggur kennsluna.t.d. varðandi lengd kennslustunda, heimanám á milli kennslustunda o.s.frv. Kennslustundir sem þú mætir ekki í teljast kenndar stundir og eru því hluti af heildar- kennslustundafjöldanum. Kennslan er greidd fyrirfram. Hver kennari verðleggur þjónustu sína og innheimtir gjald fyrir hana.